Árangurstengd tilfærsla starfsþátta

Háskóli Íslands starfrækir sjóð (kennsluafsláttarsjóð), til að fjármagna tímabundnar breytingar á starfsskyldum kennara við skólann sem ná afburða árangri í rannsóknum. Úthlutað er úr sjóðnum til fræðasviða. Forseti fræðasviðs getur sótt um úthlutun úr sjóðnum til að færa vinnuskyldu kennara tímabundið frá kennslu til rannsókna. Heimilt er að úthluta úr sjóðnum vegna starfsmanna sem uppfylla annað af eftirfarandi skilyrðum:

Stigaleið
Kennarar með flest rannsóknastig á ári úr tilteknum flokkum matskerfis Háskóla Íslands (aflstig). Miðað er við þriggja ára meðaltal. Stjórn sjóðsins er heimilt að minnka eða auka kröfur um rannsóknastig í samræmi við fjárhagslega stöðu sjóðsins hverju sinni.

Tilnefningarleið
Forseta fræðasviðs er heimilt að gera tillögu um að einstakir kennarar hljóti tímabundna tilfærslu vinnuskyldu frá kennslu til rannsókna.

Verklag við úthlutun eftir stigaleið er eftirfarandi:
1. Fastráðnum kennurum er raðað eftir meðalfjölda rannsóknastiga undanfarin þrjú ár (þ.e. miðað er við öll rannsóknastig kennara þessi ár). Upphæð til úthlutunar úr kennsluafsláttarsjóði ræður hversu langt niður listann er hægt að fara við ákvörðun um kennsluafslátt. Talinn er fjöldi einstaklinga á hverju fræðasviði sem er ofan við markið. Um leið er þess gætt að ekkert fræðasviðanna fái minna en 10% af heildarfjölda úthlutana kennsluafsláttar.

2. Til að finna því næst út hvaða einstaklingar fá kennsluafslátt innan hvers sviðs er kennurum sviðsins raðað eftir meðaltali aflstiga undanfarinna 3ja ára. Þeir einstaklingar sem eru nægjanlega ofarlega á þeim lista fá kennsluafslátt. Á þessu þrepi er tekið tillit til starfshlutfalls viðkomandi við útreikninga, þ.e. afslátturinn er minnkaður í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi.

Nánari upplýsingar má sjá í Reglum Háskóla Íslands nr. 971/2009 um árangurstengda tilfærslu starfsþátta í Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is