Aðalfundur FPR 2016

Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla verður haldinn miðvikudaginn 25.maí nk. kl. 15.00. Fundurinn verður í Námu, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi samkvæmt 4. gr. laga félagsins:

1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
3. Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
4. Ákveðið félagsgjald og samningsréttargjald, sbr. 6. og 10. gr.
5. Stjórnarkjör, sbr. 8. gr.
6. Kosið í samninganefnd, sbr. 10. gr.
7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál.

Lög félagsins má sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is