Ályktun aðalfundar FPR 2016

Ályktun aðalfundar Félags prófessora við ríkisháskóla vegna fjármálaáætlunar Fjármála- og efnahagsráðuneytisins á framlögum til háskólamála 2017-2021:

Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla, haldinn 25. maí 2016, gerir alvarlegar athugasemdir við fjármálaáætlun Fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir árin 2017 til 2021. Samkvæmt áætluninni verða einungis lítilsháttar breytingar á framlögum til háskólamála til ársins 2019 og eftir það munu framlög til háskólamála standa í stað. Áætlunin gengur gegn samþykkt fyrrverandi og núverandi stjórnvalda um aukið fé til háskólamála á Íslandi um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 og meðaltali Norðurlandanna árið 2020.

Að óbreyttu mun fjármálaáætlunin þrengja mjög að háskólakennslu og háskólarannsóknum í landinu, hamla nýliðun og nýsköpun, og hafa neikvæð þjóðhagsleg áhrif til lengri tíma.

Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla skorar eindregið á Alþingi að gera viðeigandi breytingar á tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 svo fyrri samþykkt stjórnvalda um auknar fjárveitingar til háskólamála, til samræmis við fjárveitingar Norðurlandanna, verði náð á tímabilinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is