Óbreytt stjórn FPR 2016-2017

Á aðalfundi FPR 25. maí 2016 kom tillaga frá stjórn um formann og aðra stjórnarmenn fyrir starfsárið 2016-2017. Engin mótframboð komu fram.

Rúnar Vilhjálmsson HÍ, var kosinn formaður og aðrir stjórnarmenn þau Anna Guðrún Þórhallsdóttir LbhÍ, Gísli Már Gíslason HÍ, Magnús Gottfreðsson HÍ og Þórólfur Matthíasson HÍ, aðalmenn og Grétar Þór Eyþórsson HA, Oddný G. Sverrisdóttir HÍ og Sigurður Konráðsson HÍ, varamenn. Þá var fimm manna samninganefnd endurkjörin. Í henni sitja formaður FPR ásamt meðstjórnendum. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir þeir Brynjólfur Sigurðsson og Jónatan Þórmundsson.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is