Félagsfundur FPR 15. nóvember

Stjórn Félags prófessora hefur að undanförnu unnið að kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamningsviðræður en telur mikilvægt að heyra í félagsmönnum og fá umræðu um kjaramálin áður en gengið verður frá kröfugerðinni. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember í Neista - húsakynnum Endurmenntunar Háskóla Íslands og hefst kl. 15.00.

Félagsmenn búsettir á landsbyggðinni geta fylgst með fundinum á slóð sem send hefur verið félagsmönnum í tölvupósti.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér áherslur stjórnar í samningaviðræðunum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is