Sameiginlegur fundur FPR og FH um vinnumatskerfið

Stjórnir Félags prófessora við ríkisháskóla og Félags háskólakennara boða til sameiginlegs fundar um vinnumatskerfi opinberra háskóla þriðjudaginn 4. desember kl. 12.00. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu.

Dagskrá fundarins:

1. Inngangur.

2. Vinnumatskerfið frá sjónarhóli stéttarfélaganna:

  • Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla.
  • Michael Dal, formaður Félags háskólakennara.

3. Umræður.

Fundinum verður streymt. Léttar veitingar verða í boði.

Félögin vonast eftir góðri þátttöku.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is