Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning FPR

Á félagsfundi í Félagi prófessora við ríkisháskóla sem haldinn var hinn 16. desember sl. var kjarasamningur fjármála- og efnahagsráðherra og Félags prófessora við ríkisháskóla, sem undirritaður var 12. desember 2019, kynntur félagsmönnum. Sama dag, hinn 16. desember, var opnað fyrir rafræna atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lauk kl. 14.00 hinn 20. desember. Alls voru 363 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim greiddu 249 atkvæði eða 68,6%. Atkvæði féllu með eftirfarandi hætti:

224 félagsmenn eða 90,0% samþykktu samninginn.
25 félagsmenn eða 10,0% höfnuðu samningnum.

Kjarasamningur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags prófessora við ríkisháksóla er því samþykktur af hálfu félagsins.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is