Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti á fundi sínum hinn 5. nóvember 2020, tillögu um stuðning við rannsóknamisseri sem tekin eru innanlands. Tillagan nefnist leið C og kemur til viðbótar við leiðir A og B sem báðar varða fjárstuðning vegna dvalar erlendis í rannsóknamisserum akademískra starfsmanna.
Leið C tekur til mögulegs stuðnings til þeirra er kjósa að nýta sér aðstöðu Háskóla Íslands innanlands, t.d. að Laugarvatni, eða rannsóknir viðkomandi kalla á dvöl utan höfuðborgarsvæðisins. Sjá nánari upplýsingar um leið C hér: /sites/professorar.hi.is/files/leid_c_studningur_vegna_rannsokna_innanlands_2020_0.pdf