Samkomulag HA og FPR um tilfærslu starfsþátta

Gengið hefur verið frá samkomulagi um tilfærslu starfsþátta milli Háskólans á Akureyri og Félags prófessora við ríkisháskóla. Samkomulagið tekur gildi hinn 1. ágúst 2021.

Ekki náðist samkomulag um tölusetta lækkun kennsluskyldu prófessora við aðra ríkisháskóla en Háskóla Íslands við undirritun kjarasamnings félagsins í desember 2019. Því hefur félagið átt í viðræðum við minni ríkisháskólana um tilfærsluna. Hinn 12. apríl sl. var gengið frá samkomulagi við Háskólann á Akureyri um tilfærslu starfsþátta prófessora við skólann. Samkomulagið tekur gildi hinn 1. ágúst nk.

Samkomulag um tilfærslu starfsþátta prófessora milli Háskólans á Akureyri og Félags prófessora við ríkisháskóla.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is