Header Paragraph

Ályktun félagsfundar FPR

Image
Landslag

Ályktun almenns félagsfundar í Félagi prófessora við ríkisháskóla 8. október 2019:

Fundurinn átelur harðlega seinagang og ósveigjanleika ríkisins í samningaviðræðum við aðildarfélög BHM almennt og Félag prófessora við ríkisháskóla sérstaklega. Að lokinni meira en sex mánaða samningalotu er enn langt í land varðandi frágang kjarasamnings.

Háskólastarfseminni í landinu er brýn nauðsyn að geta boðið prófessorum samkeppnishæf launakjör. Í því sambandi verður að tryggja eðlilega launaþróun prófessora í samræmi við stöðu þeirra, ábyrgð og árangur í starfi.

Fundurinn krefst þess að samninganefnd ríkisins bregðist án frekari tafa og með viðunandi hætti við sanngjörnum kröfum félagsins í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum.