Matskerfi opinberra háskóla

Matskerfi akademískra starfsmanna í opinberum háskólum er byggt á samkomulagi milli Félags prófessora við ríkisháskóla, opinberu háskólanna, fjármálaráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 6. nóvember 2009. Samkvæmt samkomulaginu er það hlutverk Vísindanefndar opinberra háskóla að gera tillögu til Matskerfisnefndar um breytingar á kerfinu.

Í tengli hér að neðan má sjá tilkynningar frá Matskerfisnefnd um breytingar á matskerfi, skilgreiningar á aflstigum, mat á íslenskum tímaritum og lista yfir tímarit með hæsta áhrifastuðul. Þá er þar einnig að finna umsóknareyðublað og leiðbeiningar og skjöl vegna framtals starfa.

Hér er að finna upplýsingar um matskerfi opinberra háskóla samþykkt í desember 2019. Verk 2020 og síðar eru metin eftir þessum matsreglum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is