Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu

Í reglum Háskóla Íslands um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna er kveðið á um lágmarksskilyrði í tengslum við framgang og ótímabundna ráðningu. Fræðasviðum háskólans er hverju um sig heimilt að skilgreina nánari skilyrði og verklag við mat á umsóknum. Rektor Háskóla Íslands veitir framgang samkvæmt reglunum.

Samkvæmt reglum Háskóla Íslands skal upphafleg ráðning akademískra starfsmanna að jafnaði vera tímabundin til fimm ára, hvort sem um er að ræða fullt starf eða hlutastarf. Sækja þarf um ótímabundna ráðningu til rektors eigi síðar en níu mánuðum áður en tímabundinni ráðningu lýkur. Sjá nánari upplýsingar um framgang og ótímabundna ráðningu í reglum Háskóla Íslands hér að neðan.

Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands, nr. 263/2010 með síðari breytingum.

Hinn 5. október 2017 samþykkti háskólaráð Háskóla Íslands verklagsreglur um ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands. Þeim er ætlað að skýra feril mála og málsmeðferð.

Verklagsreglur um ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is