Styrkir og sjóðir

Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eiga aðild að ýmsum sjóðum:

Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora - prófessorar eiga kost á árlegri greiðslu úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora í tengslum við árlegt framtal starfa (vinnumati).

Starfsþróunarsjóður prófessora - markmið sjóðsins er að bæta möguleika félagsmanna til að sækja ráðstefnur, sinna rannsóknum og auka möguleika til rannsóknasamstarfs.

Sáttmálasjóður - veitir t.d. styrki til ferða á erlend grund á alþjóðlegar vísindaráðstefnu, til að koma af stað rannsóknarsamstarfi o.fl.

Styrktarsjóður BHM - styrkir m.a. líkamsrækt, krabbameinsleit, gleraugnakaup og augnaðgerðir, tannviðgerðir, sjúkradagpeninga, dánarbætur o.fl.

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður - þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is