Starfsmenntunarsjóður BHM

Starfsmenntunarsjóður Bandalags háskólamanna styrkir sjóðfélaga til sí- og endurmenntunar. Sjóðurinn styrkir sjóðfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna sí- og endurmenntunar sem tengist verkefni, starfi eða fagsviði umsækjenda. Réttur til úthlutunar úr Starfsmenntunarsjóði myndast þegar aðildargjald hefur verið greitt í sex samfellda mánuði.

Meðal þess sem styrkt er má nefna námskeiðsgjöld, skólagjöld, ráðstefnugjöld og ferða- og gistikostnað.

Nánari upplýsingar um sjóðinn ásamt umsóknareyðublaði má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is