Starfsþróunarsjóður prófessora

Starfsþróunarsjóði prófessora er m.a. ætlað að bæta möguleika prófessora til að sækja ráðstefnu, sinna rannsóknum og bæta möguleika til rannsóknasamstarfs. Samkvæmt reglum sjóðsins hafa prófessorar við ríkisháskóla og stofnanir þeirra rétt að sækja um styk í sjóðinn. Sjóðfélagar geta fengið styrk eftir að ferð hefur verið farin vegna útlagðs ferðakostnaðar. Þá geta emerítar sem vinna við rannsóknir á vegum skólans sem þeir voru ráðnir við þegar þeir gegndu föstu starfi, sótt um styrk til ráðstefnuferðar í tvö ár eftir að þeir fara á eftirlaun. Til þess að eiga rétt á styrkveitingu þar umsækjandi að hafa átt aðild að sjóðnum í a.m.k. eitt ár.

Starfsreglur Starfsþróunarsjóðs prófessora (gilda frá og með 25. október 2021)

Gátlisti fyrir umsækjendur

Umsóknareyðublað

Samþykktir fyrir Starfsþróunarsjóð prófessora

Stjórn sjóðsins 2022-2024 skipa :
Gísli Már Gíslason, FPR, formaður.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, FPR.
Hafliði Pétur Gíslason, HÍ.
Kristinn P. Magnússon, HA.
Jökull H. Úlfsson, Fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Framkvæmdastjóri sjóðsins er Kristín Færseth.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is