Yfirvinna og yfirvinnuþak

Yfirvinna samkvæmt 3. gr. í stofnanasamningi félagsins við ríkisháskólana, dags. 16. nóvember 2015.

Hámark yfirvinnu á ári er eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Prófessor er þó heimilt í samráði við yfirmann að kenna tímabundið umfram yfirvinnuþak og flytja sem samsvarar allt að eins misseris heimilaðri yfirvinnu á milli missera.

Yfirvinnuþak

                                   Yfirvinna alls       Þar af þjónustuyfirvinna

Prófessor I, II og III          540 klst/ári               allt að 200 klst/ári
Prófessor IV                   468 klst/ári               allt að 200 klst/ári
Prófessor  V, VI og VII     420 klst/ári               allt að 200 klst/ári

Tímakaup fyrir þjónustuyfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum viðkomandi prófessors. Tímakaup fyrir aðra yfirvinnu svo sem yfirvinnu vegna kennslu er fastur taxti, 0,615% af launaflokki 12-1, þó ekki lægri upphæð en 0,615% af mánaðarlaunum viðkomandi.
 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is