Aukastörf

Með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla setti háskólaráð Háskóla Ísland reglur um aukastörf starfsmanna Háskóla Íslands. Reglur þessar ná til akademískra starfsmanna sem eru í a.m.k. 50% starfi við Háskólann. Reglurnar taka m.a. til upplýsingaskyldu, helgunar í starfi og hagsmunaárekstra. Forseti fræðasviðs hefur eftirlit með að starfsmenn sviðsins fari eftir reglum þessum, meðal annars á grunni upplýsinga sem honum eru veittar.

Nánari upplýsingar um aukastörf má sjá í reglum nr. 1096/2008 um aukaströf akademískra starfsmanna Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is