Rannsóknamisseri

Í grein 10.1.3  í kjarasamningi félagsins er heimildarákvæði til handa háskólaráði að lækka eða fella niður kennslu- og stjórnunarskyldu prófessora eitt eða tvö misseri í senn til þess að gera þeim kleift að verja auknum hluta vinnutíma síns til rannsóknastarfa.

Ávinnsluregla
Heimild til rannsóknamisseris er aðeins veitt hafi kennari sinnt að fullu kennslu- og stjórnunarskyldu undangengin sex misseri eða sex ár eftir því hvort sótt er um eitt eða tvö rannsóknamisseri. Ekki er heimilt að telja með misseri lengra aftur en frá síðast tekna rannsóknamisseri. Afgreiðsla rannsóknamissera er úti á fræðasviðum.

Rannsóknastig
Til að eiga kost á rannsóknamisseri á háskólaárinu þarf kennari að hafa 10 rannsóknastig að meðaltali sl. þrjú eða fimm ár (eftir því sem hagstæðara er fyrir kennarann) úr völdum flokkum matskerfis opinbera háskóla (aflstig).

Önnur skilyrði
Kennari verður að hafa skilað rannsóknaskýrslum (vinnumat) árlega. Ef kennari hefur farið í rannsóknamisseri áður þarf að liggja fyrir skýrsla um það. Forsetar fræðasviða geta þó heimilað frávik frá reglunum í sérstökum undantekningartilvikum. Þá skal kennari sem fer til rannsóknamisseris hafa í huga að tryggt verði að kennsla fari fram með eðlilegum hætti í skyldunámskeiðum.

Umsóknarfrestur
Frestur til að sækja um rannsóknarmisseri er 15. október ár hvert, fyrir bæði komandi haustmisseri árið á eftir og vormisseris í kjölfarið.

Nánari upplýsingar um rannsóknamisseri er að finna í Uglu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is