Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora

Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla sem falla undir matskerfi opinberra háskóla og gegna a.m.k. hálfu starfi eiga kost á greiðslum úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora fyrir árangur í rannsóknum á liðnu almanaksári. Skulu þeir skila skýrslu um prófessorsstörf sín (vinnumat) eigi síðar en 1. febrúar ár hvert. Árlegt mat liggur fyrir í síðasta lagi 1. júní og er greiðslum úthlutað úr sjóðnum 1. september það ár.

Sjóðum er skipt milli prófessora í hlutfalli við fjölda rannsóknastiga ár hvert. Við úthlutun dragast 10 stig frá rannsóknastigum og miðast greiðslur við þau stig sem umfram eru. Ekki er tekið tillit til stiga fyrir tilvitnanir. Séu rannsóknastig umfram lágmarksstigafjölda fleiri en 60 reiknast þau stig sem umfram eru í veldinu 0,8.

Reglur um Ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora voru uppfærðar snemma á árinu 2017 en áður höfðu gilt reglur sem voru á sínum tíma settar af kjaranefnd. Í tengslum við miðlægan kjarasamning félagsins frá árinu 2009 var um það samið að mat verði lagt á störf prófessora með sama hætti og áður.

Sjá nánar Reglur um Ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is