Stofnanasamningar

Í framhaldi af kjarasamningi félagsins frá 7. október 2011 lagði félagið áherslu á að ganga frá stofnanasamningi við Háskóla Íslands um kjör prófessora. Í desember 2013 var gengið frá stofnanasamningi Háskóla Íslands við Félag prófessora við ríkisháskóla. Sá samningur varð síðan fyrirmynd að stofnanasamningi við aðra ríkisháskóla.

Í tengslum við kjarasamning félagsins í nóvember 2014 var gert samkomulag við minni ríkisháskólana um launaröðun prófessora en endanlega var gengið frá stofnanasamning við þá árið 2015.