VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Miðað er við að einstaklingur sé með vottaðan heilsubrest frá lækni þegar hann kemur til ráðgjafa VIRK. Megin skilyrði fyrir aðstoð hjá VIRK eru tvö:

  • Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði svo fljótt sem verða má.

Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á heimasíðu sjóðsins.