Header Paragraph
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 13. maí 2025
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 13. maí 2025
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 2025 verður haldinn þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00-17.00.
Staðsetning: Húsnæði Háskóla Íslands í Odda 101. Einnig verður hægt að taka þátt í streymi.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt 4. gr. laga FPR:
- Lögð fram ársskýrsla stjórnar.
- Lagður fram ársreikningur, gerður af löggildum endurskoðanda og yfirfarinn og áritaður af skoðunarmönnum.
- Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
- Ákveðið félagsgjald sbr. 6. gr.
- Niðurstöður stjórnarkjörs kynntar, sbr. 9. gr.
- Kosin kjörnefnd sbr. 9. gr. (þriðja hvert ár, næst 2026)
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
- Önnur mál.