Styrktarsjóður BHM
Rétt til styrkja úr Styrktarsjóði eiga félagsmenn aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals sex mánuði. Hlutverk hans er að styrkja sjóðfélaga og koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga og koma til móts við útgjöld vegna andláts sjóðfélaga.
Meðal þess sem styrkt er má nefna líkamsrækt, krabbameinsleit, heyrnartæki, áhættumat vegna hjartasjúkdóma, meðferð á líkama og sál, fæðingarstyrkur, tækni- eða glasafrjóvgun, dvöl á heilsustofnun, sjúkradagpeningar, dánarbætur o.fl.
Styrkfjárhæðir miðast við 12 mánaða tímabil en ekki almanaksárið.