Sáttmálasjóður

Háskólaráð Háskóla Íslands setur reglur um úthlutun úr Sáttmálasjóði. Þeir starfsmenn sem fá störf sín metin samkvæmt matskerfi opinberra háskóla og hafa fulla rannsóknaskyldu geta sótt um utanfararstyrki til Sáttmálasjóðs vegna ferða á alþjóðlegar vísindaráðstefnur, til þátttöku í alþjóðlegum vísindaverkefnum og til gagnaöflunar vegna rannsókna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrt er að viðkomandi séu í 51% starfi eða meira hjá Háskóla Íslands.

Styrkumsækjandi þarf að vera með framlag á ráðstefnunni til að fá styrk úr sjóðnum. Aðeins fastráðnir prófessorar við Háskóla Íslands geta sótt um styrki úr sjóðnum.

Sjá nánari upplýsingar í Uglu, innri vef Háskóla Íslands.