Hlutverk

Megin hlutverk félagsins er að vinna að kjara- og réttindamálum prófessora og standa vörð um réttarstöðu þeirra og efla samtakamátt og samheldni félagsmanna. Þá er það einnig hlutverk félagsins að efla vöxt og viðgang háskólastarfs í þjóðfélaginu og styrkja tengsl félagsmanna við starfssystkini innan lands og utan sem og að vera málsvari félagsmanna gagnvart yfirvöldum háskólanna og öðrum stjórnvöldum.