Emerítar

Félagsmönnum sem látið hafa af störfum gefst kostur á að vera áfram á póstlista félagsins. Beiðni um að vera áfram á tölvupóstlista eftir starfslok þarf að tilkynna til skrifstofu félagsins með tölvupósti á fpr@hi.is.

Samkvæmt reglum Starfsþróunarsjóðs prófessora geta emerítar sem vinna við rannsóknir á vegum skólans sem þeir voru ráðnir við þegar þeir gegndu föstu starfi, sótt um styrk til ráðstefnuferða í tvö ár eftir að þeira fara á eftirlaun. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. reglur sjóðsins og umsóknareyðublað.

Félagsmenn sem njóta fullra réttinda í Orlofssjóð BHM við töku lífeyris geta viðhaldið sjóðsaðild ævilangt við starfslok með því að greiða svokallað ævigjald, u.þ.b. 18.000 kr. árið 2017 en ævigjaldið tekur breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í byrjun mars 2017 verklagsreglur vegna málefna fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands á eftirlaunum. Verklagsreglurnar byggjast á tillögu starfshóps um málefni fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands á eftirlaunum. Markmiðið var að marka nýja og skýrari stefnu í málefnum þessara starfsmanna. Hinar nýju verklagsreglur taka m.a. til undirbúnings undir starfslok, uppgjörs vegna launamála, rannsóknarreikninga og um áframhaldandi þátttöku akademískra starfsmanna í háskólastarfi eftir starfslok.

Til að nýta þekkingu og reynslu akademískra starfsmanna á eftirlaunum til annarra verkefna er fræðasviðum og deildum heimilt að gera tímabundna samninga við þá. Slíkir samningar eru gerðir til eins árs í einu og endurskoðaðir árlega. Í verklagsreglunum má sjá sýnishorn af slíkum samningi.

Hér má sjá Verklagsreglur vegna málefna fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands á eftirlaunum.