Orlofssjóður BHM

Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eiga aðild að Orlofssjóði BHM.

Orlofssjóður BHM hefur á að skipa fjölda sumarhúsa vítt og breitt um landið ásamt nokkrum íbúðum/húsum erlendis. Sjóðfélögum gefst einnig kostur á afsláttarbréfum í flug og gistingu. Á sumrin bætast við útilegukort, veiðikort, golfkort og ferðir á vegum ferðafélaga.

Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins ásamt verklagsreglum, sem og lista yfir kort og gjafabréf.

Emerítar

Þeir sjóðfélagar sem njóta fullra réttinda í Orlofssjóð BHM við töku lífeyris geta viðhaldið sjóðsaðild ævilangt við starfslok með þvi að greiða svokallað ævigjald, 20.364 kr. árið 2022 (upphæðin tekur mið af vísitölu neysluverðs).

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu orlofssjóðs BHM en þar má einnig finna bókunarvef þar sem hægt er að bóka þá valkosti sem í boði eru.