Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu

Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands, nr. 1300/2020. Reglur þessar koma í stað reglna nr. 263/2010 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands.

Í reglum þessum er kveðið á um skilyrði þess að umsóknir um framgang verði teknar til meðferðar og lágmarksskilyrði þess að hljóta framgang í akademísku starfi. Deildir geta, með samþykki fræðasviðs, skilgreint frekari skilyrði en fram koma í reglum þessum sem leggja ber til grundvallar við mat á umsóknum um framgang. Fræðasvið geta einnig ákveðið að slíkar reglur skuli gilda um allar deildir fræðasviðsins. Viðkomandi fræðasvið skal leggja reglur fræðasviðs og deilda fyrir háskólaráð til staðfestingar.

Reglur um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands, nr. 1301/2020. Reglur þessar koma í stað reglna nr. 263/2010 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands.

Reglur þessar gilda um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands. Ótímabundin ráðning að lokinni tímabundinni ráðningu byggir á heildstæðu faglegu mati á frammiðstöðu og árangri akademísks starfsmanna í rannsóknum, kennslu, stjórnun og þjónustu í þágu Háskóla Íslands og samfélagsins.