
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 13. maí 2025
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 2025 verður haldinn þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00-17.00.
Fundurinn verður í húsnæði Háskóla Íslands í Odda 101. Einnig verður hægt að taka þátt á Teams.
Fundargögn og tengill inn á fundinn verður sendur félagsfólki þegar nær dregur.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt 4. gr. laga FPR:
- Lögð fram ársskýrsla stjórnar.
- Lagður fram ársreikningur, gerður af löggildum endurskoðanda og yfirfarinn og áritaður af skoðunarmönnum.
- Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
- Ákveðið félagsgjald sbr. 6. gr.
- Niðurstöður stjórnarkjörs kynntar, sbr. 9. gr.
- Kosin kjörnefnd sbr. 9. gr. (þriðja hvert ár, næst 2026)
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
- Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að koma á fundinn!
Lög FPR eru á eftirfarandi slóð:
https://professorar.hi.is/is/um-fpr/log-felags-professora-vid-rikishaskola