Header Paragraph
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 2022
Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla verður haldinn þriðjudaginn 17. maí nk. kl. 15.00.
Fundurinn verður haldinn í Námu, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, Reykjavík.
Dagskrá aðalfundur er venjubundin samkvæmt 4. gr. laga félagsins.
- Lögð fram ársskýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
- Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
- Ákveðið félagsgjald og samningsréttargjald, sbr. 6. og 10. gr.
- Stjórnarkjör, sbr. 8. gr.
- Kosið í samninganefnd, sbr. 10. gr.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
- Önnur mál.
Stjórn félagsins leggur til töluverðar breytingar á lögum félagsins. Megin markmið breytinganna er að skýra hlutverk félagsins af meiri nákvæmni, að fella niður hugtakið varamaður í stjórn, að koma á fót kjörnefnd sem undirbýr og heldur utan um stjórnarkjör o.fl.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.