Header Paragraph

Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla 2022

Image
Landslag

Aðalfundur Félags prófessora við ríkisháskóla verður haldinn þriðjudaginn 17. maí nk. kl. 15.00.

Fundurinn verður haldinn í Námu, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, Reykjavík.

Dagskrá aðalfundur er venjubundin samkvæmt 4. gr. laga félagsins.

  1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Tillögur um lagabreytingar, ef fram koma.
  4. Ákveðið félagsgjald og samningsréttargjald, sbr. 6. og 10. gr.
  5. Stjórnarkjör, sbr. 8. gr.
  6. Kosið í samninganefnd, sbr. 10. gr.
  7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
  8. Önnur mál.

Stjórn félagsins leggur til töluverðar breytingar á lögum félagsins. Megin markmið breytinganna er að skýra hlutverk félagsins af meiri nákvæmni, að fella niður hugtakið varamaður í stjórn, að koma á fót kjörnefnd sem undirbýr og heldur utan um stjórnarkjör o.fl.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.