Fréttir frá félagsfundi FPR um niðurstöður könnunar um Ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora þann 22. janúar 2025

Niðurstöður könnunar félagsins um Ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora liggja fyrir og voru kynntar á félagsfundi þann
22. janúar síðastliðinn. Könnunin var framkvæmd meðal félagafólks í nóvember 2024 og var svarhlutfallið rúmlega 57%.
Ragna B. Garðarsdóttir sá um úrvinnslu á gögnum en hún er í stjórn FPR. Fundurinn var í Veröld og á Teams og var þátttaka mjög góð.

Niðurstöður könnuninnar sýna að skiptar skoðanir eru á sumum reglum sjóðsins en ekki öðrum. Sem dæmi vill meirihluti svarenda að stigaþröskuldur verði lækkaður í sjö stig við úthlutun og að prófessorar fái greitt úr sjóðnum í samræmi við starfshlutfall. Niðurstöður á öðrum þáttum sem spurt var um voru ekki eins afgerandi eins og viðmið við þak á greiðslum og hvort breyta ætti tímabilið sem greitt er fyrir í meðaltal undanfarinna þriggja ára.
Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgjandi glærum.

Ákveðið var að rýna betur í niðurstöðurnar með eigindlegri rannsókn á kostum og göllum sjóðsins og hvernig hann mótar rannsóknavinnu prófessora. Niðurstöðurnar verða kynntar á umræðufundi þegar þær liggja fyrir.