Header Paragraph

Hagvaxtarauki virkjaður - laun hækka um 10.500 kr.

Image

Ákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BHM um hagvaxtarauka komu til framkvæmda sl. mánaðarmót og gilda frá 1. apríl 2022. Í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti til félagsins kemur fram að kauptaxtar munu hækka um 10.500 kr. Félagsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun.

Þetta þýðir að kauptaxtar hækkuðu um 10.500 kr. 1. apríl sl. Þau sem eru á kjörum umfram það sem launataxtar kveða á um fá hækkun að lágmarki 7.875 kr. Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir komi til framkvæmda við útborgun launa 1. maí nk.