Kjaradeila FPR komin til Ríkissáttasemjara.

Félag prófessora hefur vísað kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara.

Fyrsti fundurinn með Ríkissáttasemjara var í gær þar sem farið var yfir stöðu mála.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. október.

Ákvörðum um að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara var tekin eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Samninganefnd ríkisins.

Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur formanns FPR snúast deilurnar aðallega um grunnlaunasetningu prófessora, langvarandi kaupmáttarstöðnun stéttarinnar og túlkun háskólastofnana á ákveðnum kjarasamningsbundnum ákvæðum.

Sjá nánar frétt um málið á heimasíðu BHM.