Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur Félags prófessora við ríkisháskóla við ríkið hefur verið samþykktur af félagsfólki.

Á kjörskrá FPR voru 372 félagar.

Alls tóku þátt í atkvæðagreiðslunni 212 félagar eða 56,99%.

171 sögðu já eða 80,66%
41 sögðu nei eða 19,34%

Félag prófessora hefur því samþykkt kjarasamninginn.

Um er að ræða breytingu og framlengingu á samningi til eins árs með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Samningurinn var kynntur félagsfólki mánudaginn 15. maí. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst þann sama dag og lauk henni á miðnætti 18. maí.