Ókeypis námskeið fyrir félagsfólk hjá Endurmenntun HÍ

Starfsþróunarsetur háskólamanna, f.h. BHM, og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa gert samning þar sem fólki í aðildarfélögum BHM býðst að sækja tíu námskeið hjá Endurmenntun HÍ þeim að kostnaðarlausu.

Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.

Á heimasíðu BHM er frétt um samstarfið og tengill á heimasíðu Endurmenntunar þar sem nálgast má upplýsingar um hvaða námskeið eru í boði og hvernig félagsfólk getur skráð sig á námskeið. Athugið að fullbókað er á mörg námskeið en bætt verður við námskeiðum jafnóum eins og hægt er.

https://www.bhm.is/greinar/starfsþrounarsetur-bhm-og-endurmenntun-hi