Samtal við frambjóðendur til Alþingis um háskólamál mánudaginn 25. nóvember kl. 16-18

Félag prófessora við ríkisháskóla, Félag háskólakennara, Félag háskólakennara á Akureyri og Landssamtök íslenskra stúdenta boða til fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði. Boð var sent á alla stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu og hafa níu þeirra staðfest komu sína:

Flokkur fólksins: Mæting staðfest
Framsókn: Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lýðræðisflokkurinn: Arnar Þór Jónsson
Píratar: Björn Leví Gunnarsson
Samfylkingin: Dagur B. Eggertsson
Sjálfstæðisflokkur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Sósíalistaflokkurinn: Guðmundur Auðunsson

VG: Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson

Tímasetning: Mánudagur 25. nóvember frá 16-18, boðið verður upp á kaffiveitingar frá 15:30.
Staðsetning: Askja, stofa N-132 í húsnæði Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, 102 Reykjavík.
Í boði verður að taka þátt á Teams. Tengill inn á fundinn kemur inn rétt fyrir fundinn.

Málþingið hefst með stuttri kynningu á aðstæðum í opinberu háskólunum og í kjölfarið fær fulltrúi hvers flokks 5 mínútur til að ræða stefnu flokksins um háskólamál á Íslandi.
Að því loknu er boðið upp á almennar umræður og spurningar úr sal.

Málþingið er öllum opið, en við hvetjum okkar félagsfólk sérstaklega til að mæta. Það er afar brýnt að við sýnum samstöðu háskólasamfélagsins og komum á framfæri okkar helstu sjónarmiðum og áhyggjuefnum við þau sem hafa möguleika á að stjórna landinu næstu fjögur árin.

Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við Ríkisháskóla
Baldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennara 
Hjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta