Fréttir frá fundi FPR og Fh með frambjóðendum til rektors HÍ þann 6. mars sl.
Fréttir frá fundi FPR og Fh með frambjóðendum til rektors Háskóla Íslands 6. mars sl.
Félag prófessora og Félag háskólakennara áttu góðan og áhugaverðan fund með frambjóðendum til rektors Háskóla Íslands þann 6. mars sl.
Þátttaka á fundinum var afar góð en um 150 manns tóku þátt, um helmingur kom í Odda 101 og aðrir voru á Teams.
Í byrjun fundar fengu frambjóðendur tækifæri til að segja frá sinni sýn á framtíð Háskóla Íslands með áherslu á málefni starfsfólks. Eftir það svöruðu þeir spurningum um vanfjármögnun Háskólans, kjaramál og starfsaðstæður starfsfólks og sögðu að lokum frá sínum áherslum ef þeir næðu kjöri.
Eftirtaldir frambjóðendur mættu á fundinn:
Björn Þorsteinsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Silja Bára Ómarsdóttir.
Nánari upplýsingar um fundinn og fyrri fundi FPR með framboðun dagana 19. og 25. febrúar sl.:
https://professorar.hi.is/is/fundur-med-rektorsframbjodendum-vid-haskola-islands-thann-6-mars-meeting-candidates-rector
https://professorar.hi.is/is/frettir-fra-fundum-fpr-med-frambjodendum-til-rektors-haskola-islands-19-og-24-februar-sl
Myndir frá fundinum.



















