Header Paragraph

Fréttir frá fundum FPR með frambjóðendum til rektors Háskóla Íslands 19. og 24. febrúar sl.

Image
Frá fundi með rektorsframboðun HÍ 19. febrúar 2025

Fréttir frá fundum FPR með frambjóðendum til rektors Háskóla Íslands 19. og 24. febrúar sl.

Félag prófessora átti afar góða og skemmtilega einstaklingsfundi með frambjóðendum til rektors Háskóla Íslands dagana
19. og 24. febrúar sl. Þátttaka á fundunum var góð en þeir voru haldnir í Odda og á netinu. Áhugaverðar umræður sköpuðust um stöðu háskólamála, kjaramál, starfsaðstæður, framtíð HÍ og háskólakerfisins og sýn hvers frambjóðenda ef hann/hún verður rektor. Þann 19. febrúar mætti Björn Þorsteinsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir og þann 24. febrúar mættu þau 

Magnús Karl Magnússon, Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir.

Áætlað er að vera með fjarfund með Ganna Pogrebna frambjóðanda á næstu dögum og verður sá fundur auglýstur sérstaklega.

Nánari upplýsingar um fundina:
https://professorar.hi.is/is/fundarrod-fpr-med-frambjodendum-til-rektors-haskola-islands-19-og-24-februar

Við minnum á fund félagsins með öllum rektorsframbjóðendum þann 6. mars kl. 16 í Odda 101.
Fundurinn verður haldinn í samstarfi við Félag háskólakennara.

Nánari upplýsingar um fundinn:
https://professorar.hi.is/is/fundur-med-rektorsframbjodendum-vid-haskola-islands-thann-6-mars-meeting-candidates-rector