Málþing um matskerfi opinberra háskóla þann 8. maí 2024 

Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR), Félag háskólakennara (FH) og Félag háskólakennara á Akureyri (FHA) standa fyrir málþingi um matskerfi opinberra háskóla miðvikudaginn 8. maí nk. kl. 14-17.

Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, Reykjavík. Einnig verður streymt frá Reykjavík til Háskólans á Akureyri þar sem fólk getur mætt á staðinn og tekið þátt í vinnustofum (nánar síðar). Þá verður hægt að taka þátt í gegnum streymi þar sem vinnustofurnar verða á netinu. Linkur á streymi verður send út þegar nær dregur.

Dagskrá

14:00   Fundarstjóri setur þingið

14:05   Yfirlit um stöðu og sögu matskerfis opinberra háskóla
            - Baldvin M. Zarioh deildarstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði HÍ og formaður FH

14:20   Matskerfi opinberra háskóla; tilgangur og markmið
            - Ingibjörg Gunnardóttir aðstoðarrektor vísinda HÍ og sviðsforseti HVS

14:35   Viðhorf akademískra starfsmanna til vinnumatskerfis ríkisháskólanna
            - Þóroddur Bjarnason prófessor við HÍ og HA og stjórnarmaður í FPR

15:00   Tölfræði og sundurliðun stiga - horfur til framtíðar
            - Jens G. Hjörleifsson lektor við HÍ og stjórnarmaður í FH

15:25   Kaffihlé

15:40   Vinnustofur

16:20   Kynning á niðurstöðum, vinnustofa og umræður

17:00   Fundarstjóri slítur þinginu

Vinsamlegast skráið ykkur til að hægt sé að áætla fjölda.
Skráning fer fram hér
 

Image
Landslag