Upptaka og glærur frá málþingi um matskerfi opinberra háskóla
Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR), Félag háskólakennara (FH) og Félag háskólakennara á Akureyri (FHA) stóðu fyrir málþingi um matskerfi opinberra háskóla þann 8. maí síðastliðinn.
Málþingið var í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, Reykjavík og einnig var hægt að taka þátt í streymi. Málþingið gekk vel og þátttaka mjög góð.
Hér er tengill inn á dagskrá málþingsins. Tengill inn á upptöku frá málþinginu er hér.
Glærur fyrirlesara á málþinginu eru við hvern dagskrárlið.
Yfirlit um stöðu og sögu matskerfis opinberra háskóla
- Baldvin M. Zarioh deildarstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði HÍ og formaður FH
Matskerfi opinberra háskóla; tilgangur og markmið
- Ingibjörg Gunnarsdóttir aðstoðarrektor vísinda HÍ og sviðsforseti HVS
Viðhorf akademískra starfsmanna til vinnumatskerfis ríkisháskólanna
- Þóroddur Bjarnason prófessor við HÍ og HA og stjórnarmaður í FPR
Tölfræði og sundurliðun stiga - horfur til framtíðar
- Jens G. Hjörleifsson lektor við HÍ og stjórnarmaður í FH