Ágæta félagsfólk.
Í aðdraganda kjaraviðræðna boðar Félag Háskólakennara á Akureyri (FHA), Félag háskólakennara (FH) og Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR) til málþings um málefni félagsfólks sem haldið verður föstudaginn 1. mars 2024 klukkan 14:00 – 16:30 Odda (O-101). Viðburðinum verður streymt og í þinglok verður boðið upp á léttar veitingar. Við hvetjum allt starfsfólk í stjórnsýslu og akademíu til þátttöku.
Málþing FHA, FH og FPR um kjör og líðan starfsfólks HÍ og HA
föstudaginn 1. mars 2024 í Odda (O-101) og í streymi
Dagskrá
14:00 Fundarstjóri setur þingið – Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM
14:10 Laun í háskólum á Íslandi – sitjum við eftir? Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM
14:30 Kaup og kjör félagsfólks – Sigrún Ólafsdóttir formaður FPR
14:50 Starfsánægja og líðan starfsfólks opinberra háskóla – Hjördís Sigursteinsdóttir formaður FHA
15:10 Kaffihlé
15:20 Kulnun meðal starfsfólks háskóla – Ragna Benedikta Garðarsdóttir stjórn FPR
15:40 Starfsaðstaða doktorsnema og nýdoktora – Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi og formaður FEDON og Valgerður Þorgerðar Pálmadóttir nýdoktor og stjórnarkona í FEDON
15:50 Pallborðsumræður um stöðu og framtíð íslensks háskólastarfs
16:30 Fundarstjóri slítur þinginu og býður upp á léttar veitingar